Það eru ekki bara menn sem fá að heyra það í viðtali Cristiano Ronaldo því hann lofsyngur þá Roy Keane og Rio Ferdinand í viðtalinu.
Keanae og Ferdinand hafa varið Ronaldo með kjafti og klóm í fjölmiðlum síðustu mánuði. Það hafa Wayne Rooney og Gary Neville ekki gert og fá það líka óþvegið frá Ronaldo.
Ronaldo segist meta það mikils að eiga vini sem tala hans málstað.
„Ég met þá mikils, ég var í klefanum með þeim og þeir voru hluti af ferðalaginu mínu,“ segir Ronaldo.
„Keane fyrir mig var besti fyrirliði sögunnar, ég hef oft sagt frá því. Rio Ferdinand hjálpaði mér mikið, hann var nágranni minn. Þetta eru mjög góðir strákar.“
Ronaldo segist ekki bara vera vel við þá vegna þess að þeir tali vel um hann.
„Það er ekki bara af því að þeir tala vel um mig, heldur af því að við vorum saman í klefanum. Þeir eru knattspyrnumenn og skilja hvernig leikmenn hugsa og haga sér.“