Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, var ekki að nota neinar afsakanir ef hann var spurður út í leik liðsins við Newcastle um helgina.
Chelsea spilaði í raun mjög illa í 1-0 tapi gegn Newcastle og var alls ekki ógnandi þegar kom að sóknarleiknum.
Newcastle átti sigurinn skilið en Chelsea hefur ekki unnið í fjórum af síðustu fimm leikjum sínum sem er ekki ásættanlegt.
Gallagher kennir engu um nema leikmönnum liðsins og segir að frammistaðan þurfi að vera miklu betri.
,,Við vorum alls ekki nógu góðir og þurfum að horfa á okkur sjálfa. Líkamlega þá voru þeir sterkari en við og þeir sýndu meiri ákefð. Við þurfum að bæta það,“ sagði Gallagher.
,,Ef við viljum berjast um titla og þess háttar þá þurfum við að vera svo miklu betri og Newcastle sannaði það. Við þurfum að líta í eigin barm því það er mikið sem við getum bætt.“