Kylian Mbappe, stórstjarna franska landsliðsins, reyndi að fá liðsfélaga sinn Aurelien Tchouameni til að semja við Paris Saint-Germain í sumar.
Mbappe var aldrei of ákafur í þessu samtali við Tchouameni sem ákvað að lokum að skrifa undir hjá Real Madrid.
Tchouameni stóð sig frábærlega með Monaco áður en hann hélt til Spánar, líkt og Mbappe gerði áður en hann gekk í raðir PSG.
PSG var þó aldrei möguleiki fyrir miðjumanninn sem ákvað fyrir löngu að gera samning við spænska stórliðið.
,,Þetta var mjög áhugavert samtal við Kylian. Hann vildi fá að vita hvað ég ætlaði að gera, ég spurði hann líka hvað hann ætlaði að gera,“ sagði Tchouameni en framtíð Mbappe var lengi í lausu lofti.
,,Í júní þá ákvað hann að vera um kyrrt og stríddi mér um að ég þyrfti að koma til PSG. Ég hafði tekið ákvörðun fyrir löngu og við hlógum að þessu að lokum.“