Kyle Walker sló á létta strengi er hann hitti Bukayo Saka, þegar enska landsliðið kom saman í aðdraganda Heimsmeistaramótsins í Katar.
Walker er leikmaður Manchester City í ensku úrvalsdeildinni og Saka er á mála hjá Arsenal.
Um er að ræða tvö efstu lið deildarinnar en Arsenal er með fimm stigum meira.
„Ætlið þið ekkert að fara að hætta að vinna?“ spurði Walker léttur þegar hann hitti Saka.
„Hafðu ekki áhyggjur af því. Hvernig líður þér?“ svaraði kantmaðurinn ungi.
Walker – Are you guys (Arsenal) going to stop winning?
Saka – Don’t worry about that bro. Are you feeling good? pic.twitter.com/U73XkJ8Aa4
— Doc (@karthikadhaigal) November 15, 2022
England er í riðli með Bandaríkjunum, Íran og Wales á HM, sem hefst um næstu helgi.
Enska liðið hefur leik gegn Íran næstkomandi mánudag.