Chelsea hefur ráðið Paul Winstanley sem yfirmann hæfileikasviðs og félagaskipta erlendis. Félagið staðfestir þetta á heimasíðu sinni.
Winstanley var áður hjá Brighton. Chelsea greiðir félaginu bætur fyrir þjónustu hans.
Í haust var Graham Potter einnig fenginn yfir til Chelsea og ráðinn sem knattspyrnustjóri, eftir að hafa gegnt sömu stöðu hjá Brighton.
Winstanley var yfirmaður leikmannakaupa hjá Brighton og vann náið með Potter. Þeir þekkjast því vel og sameinast nú hjá Chelsea.
Chelsea is pleased to announce that Paul Winstanley has been appointed to the role of Director of Global Talent and Transfers.
— Chelsea FC (@ChelseaFC) November 15, 2022