Það vakti nokkra athygli þegar Valur ákvað á dögunum að rifta samningi sínum við Jesper Juelsgaard.
Danski bakvörðurinn átti ár eftir af samningi sínum en nýr þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson ákvað að félagið myndi nýta sér ákvæðið í samningi danska bakvarðarins.
„Hann er örugglega með þeim betri í fótbolta en þarna kemur hlaupagetan. Þegar maður horfir á þessa tvo þá var þessi hægra megin að hlaupa mun meira framávið. Hann er mjög sterkur á boltann og góður í fótbolta en fyrir mér ef þú ætlar að spila sem bakvörður verður að vera meiri hlaupageta,“ sagði Arnar á Hringbraut í gær.
Arnar Grétarsson
„Það getur vel verið að hann fari í annað lið og standi sig frábærlega, þá er það bara eitthvað sem maður verður að kyngja.“
Valur hefur áhuga á að kaupa Patrik Johannesen framherji Keflavíkur líkt og Breiðablik. En samkvæmt heimildum 433.is vill Keflavík fá í kringum 9 milljónir fyrir Patrik.
„Hann er spennandi leikmaður en það þarf alltaf að vera einhver skynsemi í þessu. Það er ekkert auðvelt að sækja leikmenn sem eru á samningi, menn setja háa verðmiða á þá, þó margir haldi að Valur hafi ótakmarkað fjárráð þá er það bara alls ekki þannig, við þurfum að vera skynsamir hvað við gerum við peninginn. Að kaupa leikmann í kringum 10 milljónir er ansi mikið,“