Gareth Southgate þjálfari Englands segir að COVID gæti komið í veg fyrir það að kærustur og eiginkonur leikmanna geti heimsótt leikmenn á HM í Katar.
Á föstudag greindust 307 með COVID í Katar og hafa menn þar í landi áhyggjur af því að veiran skæði hreiðri um sig þar í landi.
Veiran er brellinn og brögðótt og af því hefur Southgate áhyggjur. „Við viljum að leikmenn hitti maka sína, það er mikilvægt til að slaka á og líða vel,“ segir Southgate um stöðu mála.
„Núna verðum við hins vegar að skoða það hvernig veiran er og líkurnar á smitum.“
„Við verðum að skoða stöðuna vel,“ segir Southgate en makar leikmanna verða flestar á stórri snekkju í höfninni í Doha.