Virgin van Dijk, miðvörður Liverpool, hrósaði lisðfélaga sínum Allison í hástert eftir sigurinn á Southampton um helgina.
Markvörðurinn átti nokkrar mjög góðar vörslur í 3-1 sigri Liverpool.
Það vakti athygli í leiknum að Allison var búinn að raka sig. Hann er nær alltaf með skegg.
„Ég sagði við hann að hann liti út eins og Bandaríkjamaður án skeggsins,“ segir Van Dijk.
Hollenski miðvörðurinn segir að leikmenn Liverpool séu afar þakklátir fyrir að vera með mann eins og Allison á milli stanganna.
„Maður má ekki taka þessu sem sjálfsögðum hlut. Hann hefur verið svo góður síðustu ár.
Hann er mjög mikilvægur fyrir hópinn innan vallar sem utan. Við viljum ekki að hann þurfi að verja. Hann þurfti hins vegar að gera það núna og var frábær.“