Jordi Alba, leikmaður Barcelona, hefur loksins tjáð sig um eigin framtíð en hann er reglulega orðaður við brottför.
Alba er orðinn 33 ára gamall en hann kom til Barcelona frá Valencia árið 2012 og var lengi fastamaður á Nou Camp.
Í dag fær Alba ekki eins mikið að spila og er sterklega orðaður við ítalska stórliðið Inter Milan.
Það er þó ekki vilji leikmannsins að kveðja Barcelona og mun spila þar as lengi sem hann er að skila sínu hlutverki.
,,Ef þú spyrð mig þá er ég með gæðin til að spila hér áfram í mörg ár til viðbótar,“ sagði Alba.
,,Þegar ég spila þá stend ég mig vel og þegar ég spila ekki þá styð ég liðsfélagana mína og mun hjálpa þeim yngri eins vel og ég get.“
,,Ég vil halda áfram að standa mig vel, ég hef verið hjá Barcelona í mörg ár og vil halda því áfram.“