Elma Aveiro, systir Cristiano Ronaldo segir að sannleikurinn hafi loks komið fram í viðtali hans við Piers Morgan.
Klippur úr viðtalinu fóru að berast í gærkvöldi en viðtalið í heild sinni birtist í vikunni.
Ronaldo fer yfir víðan völl í viðtalinu, en hann segir United hafa svikið sig, hann ber enga virðingu fyrir Erik ten Hag og lét fleiri heyra það.
Elma er mjög dugleg að láta í sér heyra á Instagram og deildi mörgum færslum vegna viðtalsins. Í fyrstu færslunni birtir hún kvót sem Ronaldo lét hafa eftir sér í viðtalinu.
Í annari færslu kemur svo. „Ég er alltaf stolt af þér, minn kæri,“ sagði Elma yfir mynd af Ronaldo og Piers Morgan.
„Þú ert mitt mesta stolt í lífinu,“ skrifar Elma svo yfir færslu þar sem Ronaldo er að láta í sér heyra í viðtalinu.
Í fjórðu færslunni birtir hún klippi af Ronaldo að hjóla í Erik ten Hag, stjóra liðsins. „Sannleikurinn er kominn fram,“ segir Elma.