fbpx
Föstudagur 07.mars 2025
433Sport

Segir Ronaldo bara hugsa um sig og tekur dæmi frá tímabili United – „Svikin hafa bara verið úr einni átt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Cristiano Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan. Fjöldi brota úr viðtalinu hefur verið birtur þó svo að viðtalið í heild eigi eftir að koma út.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo fer þar hörðum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann hjólar í stjórann Erik ten Hag og fleiri innan og í kringum félagið.

Þá telur Ronaldo að hann hafi verið svikin af Manchester United.

Meira:
Hjólar í Ronaldo eftir viðtalið – Sakar hann um lygar

„Ég tel að svikin hafi bara verið úr einni átt, frá Ronaldo til Manchester United,“ segir Melissa Reddy á Sky Sports.

„Þetta hefur stefnt öllu í hættu. Þetta hafði áhrif á æfingaferð liðsins og upphaf tímabilsins.“

Í haust neitaði Ronaldo að koma inn á sem varamaður og strunsaði af Old Trafford áður en leik lauk er United mætti Tottenham.

„Ef þú hugsar um frammistöðu Ronaldo gegn Tottenham, það var besta frammistaða liðsins í nokkur ár, heilt yfir. Eftir á snerist hins vegar allt um Ronaldo,“ segir Reddy.

Í gær vann United dramatískan 1-2 sigur á Fulham þar sem hinn ungi Alejandro Garnacho gerði sigurmarkið í uppbótartíma.

„Nú vinnur United mikilvægan sigur rétt fyrir HM-hléið. Ungstirnið Garnacho skorar sigurmarkið, allt mjög jákvætt. Svo fellur þetta aftur í skuggann af sýningu Ronaldo.

Hann er að gera það sem hann þarf fyrir sig. Það er að koma sér í þá stöðu að hann geti farið til félags í Meistaradeildinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“

Dóri Árna fer yfir komu nýja mannisns – „Svo bara kemur óvænt upp að hann sé laus“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Alisson verðlaunaður
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hlustaðu á trylling Rikka G í beinni útsendingu Stöðvar 2

Hlustaðu á trylling Rikka G í beinni útsendingu Stöðvar 2
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband

Níu mánaða bann fyrir þessa ömurlegu hegðun – Myndband
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?

Sjáðu ótrúleg tilþrif í vikunni – Er mark ársins þegar komið?
433Sport
Í gær

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?

Sjáðu myndbandið: Var leikmaður Liverpool stálheppinn að sleppa í kvöld?
433Sport
Í gær

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“

Áhugaverð ummæli Amorim – „Ég veit ekki hvort ég verði hér“
433Sport
Í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær

Metin féllu í ótrúlegum sigri Arsenal í gær