Cristiano Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan. Fjöldi brota úr viðtalinu hefur verið birtur þó svo að viðtalið í heild eigi eftir að koma út.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo fer þar hörðum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann hjólar í stjórann Erik ten Hag og fleiri innan og í kringum félagið.
Þá telur Ronaldo að hann hafi verið svikin af Manchester United.
Meira:
Hjólar í Ronaldo eftir viðtalið – Sakar hann um lygar
„Ég tel að svikin hafi bara verið úr einni átt, frá Ronaldo til Manchester United,“ segir Melissa Reddy á Sky Sports.
„Þetta hefur stefnt öllu í hættu. Þetta hafði áhrif á æfingaferð liðsins og upphaf tímabilsins.“
Í haust neitaði Ronaldo að koma inn á sem varamaður og strunsaði af Old Trafford áður en leik lauk er United mætti Tottenham.
„Ef þú hugsar um frammistöðu Ronaldo gegn Tottenham, það var besta frammistaða liðsins í nokkur ár, heilt yfir. Eftir á snerist hins vegar allt um Ronaldo,“ segir Reddy.
Í gær vann United dramatískan 1-2 sigur á Fulham þar sem hinn ungi Alejandro Garnacho gerði sigurmarkið í uppbótartíma.
„Nú vinnur United mikilvægan sigur rétt fyrir HM-hléið. Ungstirnið Garnacho skorar sigurmarkið, allt mjög jákvætt. Svo fellur þetta aftur í skuggann af sýningu Ronaldo.
Hann er að gera það sem hann þarf fyrir sig. Það er að koma sér í þá stöðu að hann geti farið til félags í Meistaradeildinni.“
🗣️ “I think the betrayal has only been from one end…that’s from Cristiano Ronaldo to Manchester United.” @MelissaReddy_ on Cristiano Ronaldo’s claims that he feels betrayed by Manchester United. pic.twitter.com/EPwZd7ZAeB
— Football Daily (@footballdaily) November 14, 2022