Cristiano Ronaldo fór í afar áhugavert viðtal til Piers Morgan, þar sem hann fer ófögrum orðum um allt og alla hjá félagi sínu, Manchester United.
Viðtalið í heild á eftir að birtast en fjöldi brota úr því er í dreifingu. Kappinn sakar United meðal annars um að sýna sér vanvirðingu.
Ronaldo talar einnig um eigendur félagsins í nýrri klippu sem birtist í kvöld, Glazers fjölskylduna.
Sú fjölskylda er ekki vinsæl á meðal stuðningsmanna Man Utd og skilur Ronaldo vel af hverju það er ástæðan.
,,Þeim er alveg sama um félagið. Manchester er markaðsvara, þeir fá peninginn þaðan en þeim er alveg sama um íþróttina,“ sagði Ronaldo.
,,Ég hef aldrei talað við þá. Allt valdið er í höndum forsetans og yfirmanns íþróttamála.“
,,Stuðningsmenn hafa alltaf rétt fyrir sér og eiga skilið sannleikann. Það eru hlutir innan klúbbsins sem stöðva félagið í að komast á sama stað á Man City, Liverpool og nú Arsenal. Það er flókið.“
„The Glazers, they don’t care about the club.“
Cristiano Ronaldo has sensationally blasted Manchester United’s American owners.@cristiano | @piersmorgan | @TalkTV | #90MinutesWithRonaldo pic.twitter.com/nNTyHgqvPy
— Piers Morgan Uncensored (@PiersUncensored) November 14, 2022
————–