Ítarlegt viðtal Cristiano Ronaldo birtist ekki í heild sinni fyrr en síðar í vikunni en brot úr viðtalinu birtist í gær.
Fleiri brot munu birtast í kvöld en þar mun Ronaldo fara yfir Glazer fjölskylduna sem á félagið.
„Fæ margar spurningar frá stuðningsmönnum United og hvort Ronaldo tali um Glazer fjölskylduna. Hann gerir það og þið fáið að sjá í kvöld hann hefur að segja,“ skrifar Piers Morgan.
Morgan tók viðtalið við Ronaldo en fram hefur komið að Ronaldo óskaði eftir viðtalinu.
Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem komið hafa frá Cristiano Ronaldo og munu koma á næstu dögum.
Félagið segir að ákvörðun muni ekki liggja fyrir um hvað skal gera fyrr en allt viðtalið birtist síðar í vikunni.
Klippur úr viðtalinu fóru að berast í gærkvöldi en viðtalið í heild sinni birtist í vikunni.
Ronaldo fer yfir víðan völl í viðtalinu, en hann segir United hafa svikið sig, hann ber enga virðingu fyrir Erik ten Hag og lét fleiri heyra það.
Getting a lot of United fans asking if Ronaldo talks about the Glazers in our interview. He does, and you’ll find out what he says about them tonight. pic.twitter.com/wW03NPl4DY
— Piers Morgan (@piersmorgan) November 14, 2022