Stjórnarmenn Manchester United hafa boðað Erik ten Hag stjóra liðsins á fund í dag til að ræða málefni Cristiano Ronaldo.
Ronaldo sem er 37 ára gamall fór í viðtal hjá Piers Morgan sem birtist í heild sinni í vikunni. Þar úthúðar hann félaginu og Erik ten Hag.
Ten Hag og stjórnin funda í dag um það hvort og hvernig skal refsa Ronaldo fyrir viðtalið við Piers Morgan.
Talið er næsta víst að félagið muni sekta Ronaldo fyrir viðtalið en hann talaði mikið um að félagið hefði svikið sig.
Telegraph segir frá fundinum sem fram fer í dag en lögfræðingur hefur látið hafa eftir sér að United gæti mögulega rift samningi Ronaldo.
Richard Arnold stjórnarformaður liðsins, John Murtough yfirmaður knattspyrnumála og líklega Joe Glazer eigandi félagsins munu funda með Ten Hag.
Í frétt Telegraph segir að margir leikmenn United hafi fyrir löngu fengið nóg af hegðun Ronaldo en líklega hefur hann spilað sinn síðasta leik fyrir félagið.