Cristiano Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan. Fjöldi brota úr viðtalinu hefur verið birtur þó svo að viðtalið í heild eigi eftir að koma út.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo fer þar hörðum orðum um félag sitt, Manchester United. Hann hjólar í stjórann Erik ten Hag og fleiri innan og í kringum félagið.
Meira:
Hjólar í Ronaldo eftir viðtalið – Sakar hann um lygar
Morgan var í viðtali á Talksport í morgun. Þar útskýrði hann aðdragandann að viðtalinu.
„Cristiano bað mig um að taka viðtalið,“ segir Morgan.
En af hverju valdi Ronaldo Morgan til að taka viðtalið við sig?
„Ég spurði hann og hann sagði að það væri því honum líkaði við mig. Ég veit að það er erfitt að skilja fyrir ykkur en það er til fólk þarna úti sem líkar við mig,“ segir Morgan léttur.
„Það er ekkert leyndarmál að hann hefur verið pirraður á því sem hefur verið í gangi hjá United síðastliðið ár sérstaklega. Honum fannst kominn tími til að tala opinskátt, þó hann vissi að það myndi hrista upp í hlutunum.
Honum finnst hann þurfa að gera þetta. Hann veit að hann verður gagnrýndur en hann veit líka að hann er að segja sannleikann. Hann er stundum sár.“
Morgan vill ekki segja nákvæmlega á hvaða tímapunkti viðtalið var tekið.
„Ég ætla ekki að segja hvenær ég tók viðtalið. Það var nýlega. Það er á milli mín og Cristiano. Hann hefur hugleitt þetta í svolítinn tíma og svo hringdi hann og bað um að fá að gera þetta núna.“
Morgan segir Ronaldo elska United en hann telji að það þurfi að segja hlutina eins og þeir eru.
„Hann elskar Manchester United og stuðningsmennina en honum finnst félagið hafa staðnað. Það hefur færst framar frá því hann fór og hann skilur ekki af hverju. Hann telur að ef hann muni ekki tala muni ekkert breytast.“
👀 “Cristiano asked me to do it.”
🔥 “He knows it’s going to be incendiary but he feels he should be doing this.”
🙏 “He loves #MUFC & the fans but feels if he doesn’t speak nothing will change.”@PiersMorgan explains how and why his interview with Ronaldo happened. pic.twitter.com/VGJMDs80ex
— talkSPORT (@talkSPORT) November 14, 2022