Piers Morgan hefur sett allt á hliðina eftir myndbrot sem hann birti af viðtali við Cristiano Ronaldo framherja Manchester United.
Ronaldo urðar yfir allt og alla í viðtalinu, öllum má vera ljóst að hann er að reyna að losna frá félaginu.
Einn af þeim sem Ronaldo tekur fyrir er Ralf Rangnick sem tók tímabundið við Manchester United á síðustu leiktíð.
„Ef þú ert ekki þjálfari, af hverju ertu þá stjóri Manchester United?,“ sagði Ronaldo um Rangnick.
„Ég hafði aldrei heyrt um þennan mann.“
Ronaldo hakkar einnig í sig Erik ten Hag stjóra Manchester United. ,,Ég ber enga virðingu fyrir honum því hann ber enga virðingu fyrir mér. Ef þú virðir mig ekki mun ég aldrei virða þig.“
Viðtalið í heild mun birtast í vikunni en þar kemur fram að hann telji Manchester United hafa svikið sig.