Manchester United hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla sem komið hafa frá Cristiano Ronaldo og munu koma á næstu dögum.
Félagið segir að ákvörðun muni ekki liggja fyrir um hvað skal gera fyrr en allt viðtalið birtist síðar í vikunni.
Klippur úr viðtalinu fóru að berast í gærkvöldi en viðtalið í heild sinni birtist í vikunni.
Ronaldo fer yfir víðan völl í viðtalinu, en hann segir United hafa svikið sig, hann ber enga virðingu fyrir Erik ten Hag og lét fleiri heyra það.
„Manchester United er meðvitað um umfjöllun vegna viðtal hjá Cristiano Ronaldo. Félagið mun taka afstöðu í málinu þegar öll gögn liggja fyrir,“ segir í yfirlýsingu.
„Okkar einbeiting er á seinni hluta tímabilsins og halda áfram góðu skriði. Að halda í trúna og samheldnina sem er á meðal leikmanna, stjóra, starfsfólks og stuðningsmanna.“