Leikmenn Liverpool hafa aldrei efast um gæði sóknarmannins Darwin Nunez sem spilar með liðinu og kom í sumar.
Þetta segir Virgil van Dijk, leikmaður Liverpool, en Nunez byrjaði nokkuð rólega með liðinu en gerði tvennu gegn Southampton um helgina.
Eftir rólega byrjun hefur Nunez skorað sjö mörk í síðustu 10 leikjum og er að svara mörgum gagnrýnisröddum.
Nunez er 23 ára gamall og kostaði sitt frá Benfica í sumarglugganum.
,,Augljóslega þá er hann með gæði nútíma framherja. Þess vegna vildum við fá hann inn og hann er að þroskast,“ sagði Van Dijk.
,,Hann hefur verið þolinmóður og heldur hausnum niðri. Hann spilar bara leikinn og á hrós skilið, hann getur haldið áfram að skora og verið mikilvægur fyrir hópinn.“
,,Við efuðumst aldrei um hans gæði en þegar þú ert með þennan verðmiða og mörkin eru ekki að koma reglulega.. Hann hefur staðið sig mjög vel.“