Gabriel Jesus, leikmaður Arsenal, hefur nefnt besta leikmann sem hann hefur spilað með á ferlinum.
Aðeins einn leikmaður kom til greina fyrir Jesus en það er liðsfélagi hans í brasilíska landsliðinu, Neymar.
Neymar leikur með PSG í Frakklandi og hefur lengi verið talinn einn besti knattspyrnumaður heims.
,,Ég spilaði fyrst með honum árið 2016. Við fórum saman á Ólympíuleikana og síðan þá höfum við spilað saman margoft,“ sagði Jesus.
,,Hann er besti leikmaðurinn sem ég hef spilað með, auðvitað, það er klárt. Ég elska hann líka utan vallar.“
,,Utan vallar er hann magnaður, hann er svo vinalegur náungi. Hann er auðmjúkur og elskar að vera með fjölskyldu og vinum. Líf fótboltamanna er erfitt og að það sé mikilvægt fyrir hann segir mér mikið.“