Cristiano Ronaldo, goðsögn Real Madrid, hefur enn ekki óskað sóknarmanninum Karim Benzema til hamingju með að vinna Ballon d’Or verðlaunin á þessu ári.
Benzema var í fyrsta sinn að vinna þessi verðlaun sem eru afhent besta knattspyrnumanni heims á hverju ári.
Ronaldo þekkir það vel að vinna verðlaunin en hann er 37 ára gamall í dag og leikur með Manchester United.
Benzema óskaði Ronaldo ávallt til hamingju er hann vann til verðlaunana en Frakkinn hefur ekkert heyrt frá sínum fyrrum félaga.
,,Ég hef alltaf trúað á sjálfan mig og ég vissi að á einhverjum tímapunkti þá gæti ég unnið verðlaunin,“ sagði Benzema.
,,Þess vegna undanfarin fjögur ár þá hef ég haldið áfram að reyna og reyna að sanna mig fyrir þessi verðlaun.“
Benzema var svo spurður út í hvort Ronaldo hafi óskað sér til hamingju og svaraði neitandi; ,Nei, ekki ennþá.’