Staða Graham Potter hjá Chelsea er ekki í neinni hættu þrátt fyrir arfaslakt gengi undanfarið.
Potter tók við sem stjóri Chelsea í haust í kjölfar þess að Thomas Tuchel var látinn fara. Englendingurinn yfirgaf Brighton til að taka við Chelsea.
Það gekk vel framan af en í síðustu leikjum hefur hallað undan fæti. Chelsea hefur tapað síðustu þremur deildarleikjum sínum og síðustu fjórum af fimm í öllum keppnum.
Um helgina töpuðu bláliðar gegn Newcastle.
Margir stuðningsmenn Chelsea eru pirraðir á stöðunni.
Staða Potter er þó alveg örugg. Blaðamaðurinn virti Fabrizio Romano segir að stjórnendur Chelsea líti á hann sem mann sem á að leiða félagið áfram í langtímaverkefni þess.