Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, hefur tjáð sig um fyrrum leikmann liðsins, Lionel Messi.
Messi er goðsögn Barcelona og var lengi talinn besti leikmaður heims en hann er í dag hjá Paris Saint-Germain.
Lewandowski kom til Barcelona frá Bayern Munchen í sumar og viðurkennir að hann eigi sér draum; að spila með Argentínumanninum.
,,Messi er alveg stórkostlegur og líka sendingarnar sem hann gefur á framherjana,“ sagði Lewandowski.
,,Ef þú hugsar um Messi þá er hann með mjög gott samband við sóknarmennina. Hann veit hvernig á að koma boltanum inn í teiginn, hann er bestur í heimi í því.“
,,Ég veit ekki hver hans staða er en það væri draumur fyrir mig að spila með Messi.“