Antonio Rudiger íhugaði aldrei að samþykkja tilboð frá spænska stórliðinu Barcelona í sumarglugganum.
Barcelona bankaði á dyrnar hjá Rudiger sem var að verða samningslaus en hann lék áður með Chelsea.
Real Madrid sýndi Rudiger einnig mikinn áhuga og var það félagið sem hafði betur að lokum.
,,Augljóslega þá voru liðin fleiri en tvö en ég íhugaði aðeins tvö,“ sagði Rudiger í samtali við AS.
,,Það voru Chelsea og Real Madrid. Barcelona bankaði á dyrnar en fyrir mig þá var það aldrei möguleiki.“
,,Real Madrid var ekki einu sinni draumur því ég taldi þetta ekki mögulegt. Ef þú horfir á nöfnin sem hafa spilað þarna… Ég fékk tækifæri á að spila með Luka Modric, Toni Kroos, Karim Benzema. Það var erfitt að segja nei.“