Cristiano Ronaldo framherji Manchester United er á milli tannana á fólki vegna viðtals við Piers Morgan sem birtist á miðvikudag.
Klippur úr viðtalinu hafa birst síðustu daga þar sem Ronaldo úthúðar United, Wayne Rooney, Gary Neville, Erik Ten Hag, Glazer fjölskyldunni og fleirum.
Viðtalið hefur vakið gríðarlega athygli og hefur Ronaldo fengið mikla gagnrýni á sig.
Ronaldo og liðsfélagi hans hjá United, Bruno Fernandes hittust á æfingu hjá Portúgal í dag. Þar er undirbúningur fyrir Heimsmeistaramótið í Katar byrjaður.
Svo virðist sem Bruno hafi ákveðið að segja eitthvað við Ronaldo þegar þeir hittust en svipbrigði Ronaldo vekja mikla athygli og hafa sett allt á hliðina.
Gæti Bruno þarna verið að gagnrýna viðtalið sem Ronaldo fór í? Atvikið er hér að neðan.
Bruno Fernandes and Cristiano Ronaldo at the Portugal national team 😬
via @LuigiDamiao pic.twitter.com/LcpNuXqc92
— utdreport (@utdreport) November 14, 2022