Arnar Grétarsson nýr þjálfari Vals verður gestur í sjónvarpsþættinum 433.is á Hringbraut klukkan 20:00 í kvöld.
Arnar lét af störfum sem þjálfari KA á dögunum og tók við einu stærsta starfi Íslands hjá Val.
Valur endaði í sjötta sæti Bestu deildarinnar í sumar og því er verk að vinna fyrir Arnar að snúa við gengi liðsins.
Arnar náði mögnuðum árangri með KA og kom liðinu í Evrópusæti en hann var í rúm tvö ár í starfi á Akureyri.
Stillið inn klukkan 20:00.