Ivan Toney var ekki valinn í landsliðshóp Englands sem ferðast til Katar síðar í þessum mánuði.
Toney er framherji Brentford í ensku úrvalsdeildinni og skoraði tvö mörk í gær er liðið vann Manchester City 2-1.
Sá sigur kemur verulega á óvart en Brentford spilaði á útivelli þar sem Toney sá um að klára Englandsmeistarana.
Margir vildu sjá Toney fá tækifærið á HM í Katar en hann fer ekki með og svaraði því með tveimur mörkum gegn einu af bestu liðum heims.
Reece James, leikmaður Chelsea, tjáði sig á Twitter eftir lokaflautið í gær og var með nokkur skýr skilaboð.
,,Ef ég tjái mig þá er ég í miklum vandræðum,“ skrifaði James og svaraði þar færslu Toney á Instagram eftir leikinn.
james er augljóslega á því máli að Toney hafi átt kallið skilið en því miður þá kom það ekki.