Markvörðurinn Alisson Becker var í raun óþekkjanlegur í gær er Liverpool spilaði við Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Alisson er best þekktur er hann er vel skeggjaður á marklínunni en skeggið hefur nú fengið að fjúka.
Það vakti töluverða athygli er Alisson mætti til leiks í gær vel rakaður og var eins og áður sagð óþekkjanlegur.
Alisson undirbýr sig fyrir keppni með Brasilíu á HM í Katar og er það líklega ástæðan fyrir rakstrinum.
Myndir af honum í gær má sjá hér fyrir neðan og ein myndin er eldri þar sem hann er vel skeggjaður.