Stuðningsmenn enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal létu í sér heyra í gær eftir að einn aðili birti mynd af matnum sem hann fékk á heimavelli liðsins, Emirates.
Arsenal spilaði ekki á Emirates vellinum um helgina en liðið heimsótti Wolves og vann 2-0 útisigur.
Maður að nafni Nick Thorpe vakti athygli á því að Arsenal væri að rukka yfir fjögur þúsund krónur eða 24 pund fyrir samloku sem og hamborgara sem virka í ódýrari kantinum.
Margir taka fram að maturinn líti allt í lagi út en að það sé glæpur að rukka svo háa upphæð fyrir máltíð sem er seld í mörgum sjoppum sem og bensínstöðvum.
Emirates völlurinn er einn sá flottasti í ensku úrvalsdeildinni en Arsenal er heilt yfir ásakað um græðgi þegar kemur að matseðlinum.
,,Þetta lítur vel út en að rukka 24 pund fyrir þetta er rán um hábjartan dag,“ skrifar einn á samskiptamiðlinum Twitter.
,,Mikið af þessu lítur allt í lagi út en verðið er klikkað, og ég miða það við London,“ bætir annar við.
Myndir af matnum má sjá hér fyrir neðan.