Anders Lindegaard, fyrrum markvörður Manchester United, hefur lagt skóna á hilluna 38 ára gamall.
Lindegaard tók þá ákvörðun eftir að hafa ekki verið valinn í danska landsliðshópinn fyrir HM í Katar.
Lindegaard á að baki fimm landsleiki fyrir Dana en hans síðasti landsleikur kom fyrir heilum 12 árum síðan.
Eftir að hafa spilað reglulega með Helsingborg í Svíþjóð síðan 2019 gerði Lindegaard sér vonir um að komast á HM sem varamarkmaður.
Hann var hins vegar ekki valinn og ákvað að kalla þetta gott eftir fínasta feril sem atvinnumaður.
Lindegaard lék 19 deildarleiki fyrir Man Utd á sínum tíma þar en hélt síðar til bæði West Bromwich Albion, Preston og Burnley.