Brighton 1 – 2 Aston Villa
1-0 Alexis Mac Allister(‘1)
1-1 Danny Ings(’20, víti)
1-2 Danny Ings(’54)
Aston Villa vann sterkan útisigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið heimsótti Brighton í fyrri leik sunnudags.
Danny Ings minnti á sig í sigri Villa að þessu sinni og skoraði bæði mörk liðsins í leik sem lauk 2-1.
Alexis Mac Allisterhafði komið Brighton yfir á fyrstu mínútu en Ings jafnaði metin úr vítaspyrnu og gerði svo sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.
Villa lyfti sér upp í 13. sætið með sigrinum og er með 18 stig, þremur stigum minna en Brighton sem er í sjöunda sæti.