Það eru engar líkur á að Eddie Howe taki við enska landsliðinu ef gengið á HM í Katar verður ekki nógu gott.
Þetta segir Craig Hope, ritstjóri Daily Mail, en Howe hefur náð frábærum árangri á sínum ferli sem þjálfari.
Howe gerði magnaða hluti með Bournemouth í mörg ár áður en hann hélt til Newcastle og er þar enn í dag að gera flott starf.
Newcastle er líklega mest spennandi starfið í boltanum í dag og eru engar líkur á að Howe reyni að taka við af Gareth Southgate þó hann fái sparkið eftir HM.
,,Það mun ekki gerast, ég get fullyrt það 99,9 prósent og jafnvel ef knattspyrnusambandið myndi spyrja hann þá væri svarið nei,“ sagði Hope.
,,Enska landsliðsþjálfarastarfið verður alltaf það starf og það verður það starf næstu fimm og næstu tíu árin.“
,,Eddie Howe er enn nokkuð ungur maður, hann er bara 44 ára gamall. Að þjálfa Newcastle í dag er tækifæri lífs þíns, þetta er mest spennandi starfið í fótboltanum.“