Manchester United mun spila við Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag í lokaleik liðsins fyrir HM í Katar.
Cristiano Ronaldo er ekki með Man Utd að þessu sinni en hann er ekki í leikmannahópi liðsins á Craven Cottage.
Man Utd er með 23 stig eftir 13 leiki en Fulham hefur komið mörgum á óvart og er með 19 stig eftir 14 leiki og um miðja deild.
Hér má sjá byrjunarliðin í dag.
Fulham: Leno, De Cordova-Reid, Diop, Ream, Robinson, Palhinha, Cairney, Pereira, Wilson, Willian, Vinicius.
Man Utd: De Gea; Malacia, Lindelof, Martinez, Shaw, Casemiro, Bruno, Eriksen, Elanga, Rashford, Martial.