Roberto Firmino, leikmaður Liverpool, var mjög sár eftir að hafa ekki verið valinn í lokahóp Brasilíu fyrir HM í Katar.
Þetta segir Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir leik liðsins við Southampton í ensku úrvalsdeildinni í gær sem vannst 3-1.
Firmino er 31 árs gamall og á að baki 55 landsleiki fyrir Brasilíu en verður ekki hluti af hópnum á HM að þessu sinni.
,,Þetta var skellur, augljós skellur. Það var ekki hægt að sjá það í leiknum en á æfingu var það augljóst,“ sagði Klopp.
,,Ég er millimaðurinn og ég er ánægður með að Bobby verði hér áfram í lengri tíma en hann átti kallið skilið.“
,,Hann á skilið allt í þessum heimi. Þetta sýnir bara hversu gott landslið Brasilía er með ef þú getur skilið leikmann eins og hann eftir. Það er klikkun.“