Jose Mourinho, stjóri Roma, veit ekki hvort síðasti séns Paulo Dybala að fá kallið á HM sé á sunnudaginn.
Dybala hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur en HM hópur Argentínu verður kynntur á mánudaginn.
Það gæti spilað inn í hvort Dybala spili gegn Torino á sunnudag, hvort hann verði valinn í lokahóp liðsins.
Mourinho er sjálfur ekki viss en hann hefur ekkert rætt við Lionel Scaloni um þennan 28 ára gamla leikmann.
,,Ég þekki ekki hans samband við Scaloni og Argentínu. Ég veit ekki hvort hann þurfi að spila á sunnudaginn til að eiga möguleika á að fara á HM,“ sagði Mourinho.
,,Auðvitað þurfum við á Paulo að halda. Ef ég fengi að velja þá myndi ég nota hann gegn Torino.“