Það eru margir sem kannast við samband Mauro Icardi og Wanda Nara en þau voru saman um langt skeið áður en allt virtist fara úrskeiðis.
Wanda og Icardi eru nú skilin í bili en flestir búast þó við því að sambandið muni taka sig upp á ný enda um tvær dramadrottningar að ræða.
Ítalskir miðlar fjalla nú um það að Wanda sé að reyna að ná til Icardi með nýjustu myndbirtingum sínum á Instagram.
Wanda ku hafa áhuga á því að koma sambandinu aftur af stað en Icardi er ekki alveg á sama máli.
Icardi spilar í Tyrklandi með Galatasaray í dag en lífið lék við þau er hann spilaði með Inter Milan á Ítalíu.
Wanda var einnig lengi umboðsmaður Icardi en hún virðist vera að gera sitt til að ná athygli fyrrum kærastans.