Louis Van Gaal, stjóri hollenbska landsliðsins, viðurkennir að það hafi ekki verið auðvelt að velja landsliðshópinn fyrir HM í Katar.
Van Gaal er búinn að velja þá 26 leikmenn sem munu ferðast til Katar en nokkur stór nöfn verða ekki hluti af liðinu.
Sven Botman hjá Newcastle, Donny van de Beek hjá Manchester United og Jasper Cillessen, fyrrum markvörður Barcelona, eru ekki með að þessu sinni.
Van Gaal segist hafa hringt í leikmennina snemma morguns og lenti í því að tala við nokkra af þeim nakta vegna þess.
,,Það er ekki auðvelt að skilja einhvern eftir. Ég eyddi einum klukkutíma og 45 mínútum í að ræða við 11 leikmenn um morguninn. Það var ekki auðvelt,“ sagði Van Gaal.
,,Ég hugsaði líka um leikmennina á Englandi. Ég sá suma leikmenn nakta því þeir voru ennþá í rúminu.“