Vængmaðurinn Callum Hudson-Odoi hefur hafnað því að vera hluti af leikmannahópi Gana á HM í Katar.
Frá þessu greina enskir miðlar en Hudson-Odoi var möguleiki fyrir Gana sem tryggði sér sæti í lokakeppninni í mars.
Hudson-Odoi á að baki þrjá landsleiki fyrir England en hann er leikmaður Chelsea og spilar með Bayer Leverkusen í Þýskalandi í láni.
Gana hafði áhuga á að nota Hudson-Odoi á HM en hann er ættaður þaðan en svarið var einfalt; nei takk.
Hudson-Odoi ætlar að bíða eftir öðru kalli frá enska landsliðinu en hann var ekki valinn í hópinn sem ferðast á HM í þetta sinn.
Hudson-Odoi hafnaði þar með tækifæri á að spila á sínu fyrsta stórmóti og er ákveðinn í að leika fyrir England reglulega einn daginn.