Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, verður ekki á hliðarlínunni í dag er liðið spilar við Southampton í ensku úrvalsdeildinni.
Klopp verður í hliðarlínubanni er flautað er til leiks klukkan 15:00 eftir að hafa öskrað á dómara í leik við Manchester City í síðasta mánuði.
Um tíma var útlit fyrir að Klopp myndi aðeins fá sekt frá knattspyrnusambandinu sem áfrýjaði þeirri niðurstöðu og vann málið.
Klopp verður því í stúkunni á Anffield í dag sem er síðasti leikur Liverpool fyrir HM í Katar.
Klopp var sektaður um 30 þúsund pund til að byrja með en knattspyrnusambandið var ákveðið í að hann hafi brotið meira af sér og er þetta því niðurstaðan.