Fyrrum brasilíski landsliðsmaðurinn Neto er brjálaður eftir landsliðsval Tite fyrir HM í Katar sem hefst síðar í mánuðinum.
Tite ákvað að velja hinn 21 árs gamla Gabriel Martinelli í leikmannahópinn, frekar en framherjann Gabigol sem spilar með Flamengo og raðar inn mörkum þar.
Martinelli er skemmtilegur og efnilegur leikmaður en átti ekki skilið að vera valinn miðað við orð Neto sem var mjög harðorður.
,,Þetta eru leiðindi, þetta er brandari. Ég skammast mín! Hver er saga Martinelli? 33 mörk á ferlinum?“ sagði Neto.
,,Þetta er vanvirðing í garð fótboltans. Að gera þetta sýnir að þú átt ekki skilið að vera í þeirri stöðu sem þú ert. Að kalla Martinelli í hópinn en ekki Gabigol er vanvirðing.“
,,Þessu vali fylgir mesta skömmin, að velja Martinelli í hópinn sýnir það að Tite ætti ekki að vera í því starfi sem hann er í. Þetta er ekki sanngjarnt gagnvart Gabigol.“
,,Hvað hefur Martinelli gert í evrópskum fótbolta? Arsenal er ekki einu sinni í Meistaradeildinni!“