fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
433Sport

Eldræða Simma Vill: Urðar yfir fótboltann og segir hann drepa aðrar íþróttir – „Yfirgangur, frekja og tillitsleysi“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 11. nóvember 2022 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson segir fótboltann á Íslandi kæfa aðrar íþróttir. Segir hann að börn reyni gjarnan ekki fyrir sér í öðrum íþróttum vegna þess pláss sem fótboltinn tekur.

Þessi umræða spratt upp í hlaðvarpsþættinum 70 Mínútur. Kom hún upp í kjölfar þess að Sigmar gagnrýndi Knattspyrnusamband Íslands fyrir það að veita leikmönnum kvennalandsliðsins ekki sömu verðlaun og leikmönnum karlalandsliðsins fyrir leikjafjölda fyrir þjóð sína.

„Það sem ég þoli ekki við KSÍ er yfirgangurinn, frekjan og tillitsleysið í fótboltanum á Íslandi. Þessi íþrótt er að drepa aðrar íþróttir á Íslandi,“ segir Sigmar.

„Veistu hvað eru mörg börn þarna úti sem væru kannski Íslandsmeistarar í baksundi en vita ekki af því af því þau verða að velja fótbolta? Fótboltinn er svo frekur og ógeðslega leiðinegur, setur tímatöflur alla daga, leiki allar helgar. Það er ekkert pláss fyrir krakka að stunda aðrar íþróttir.“

Sigmari finnst sorglegt að hæfileikar barna sem eiga erfitt uppdráttar í fótboltanum nýtist ekki annars staðar.

„Við erum að ala upp fullt af börnum sem eru kannski í C og D liði með brotna sjálfsmynd en eru kannski bara Íslandsmeistarar í þrístökki, baksundi, hástökki. Þau vita bara ekki af því.

Foreldrar eru dregnir eldsnemma í eitthvað ískalt yfirbyggt fótboltahús á Akranesi að spila eitthvað fótboltamót sem enginn hefur áhuga á, ekki einu sinni þeir sem eru að dæma eða þjálfa. Það er fullt af krökkum í A, B, C, D og E liði sem hafa ekkert erindi í fótbolta, kunna ekki fótbolta og eiga ekki að vera í fótbolta en gætu verið Íslandsmeistar í baksundi og verið ótrúlega flottir einstaklingar með gott sjálfstraust.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM

Veðbankar hliðhollir Íslendingum fyrir kvöldið – Þetta segja þeir nú um sigurlíkur Strákanna okkar á HM
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Aftur sektaðir af KSÍ

Aftur sektaðir af KSÍ
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki

Þurfa að borga sekt ef Antony spilar ekki tíu leiki
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu

Búinn að framlengja og fer ekki annað á árinu
433Sport
Í gær

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann

Lykilmaður Arsenal í kapphlaupi við tímann
433Sport
Í gær

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári

Er 15 ára gamall en vonast til að spila á HM á næsta ári
433Sport
Í gær

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius

Sádar setja sig aftur í samband við Vinicius
433Sport
Í gær

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi

Staðfest að Víkingur spili heimaleik sinn í Finnlandi