Argentínumenn hafa birt landsliðshóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar.
Lionel Scaloni er þjálfari liðsins og hefur hann valið sinn hóp.
Paulo Dybala og Angel Di Maria verða báðir með argentíska liðinu.
Lionel Messi og félagar fóru alla leið í úrslitaleik HM 2014 en töpuðu þá fyrir Þýskalandi. Mótið í ár verður síðasti séns Messi til að verða heimsmeistari.
Argentína er í riðli með Sádi-Arabíu, Mexíkó og Póllandi á HM.
Mótið hefst eftir níu daga, þann 20. nóvember.
Hér að neðan má sjá hóp Argentínumanna.