Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur tjáð sig um orðróma um sóknarmanninn Karim Benzema.
Benzema hefur ekkert spilað í síðustu þremur leikjum Real og er talað um að hann sé að spara sig fyrir HM í Katar.
Benzema var valinn í landsliðshóp Frakklands fyrir HM en hann er besti leikmaður heims eftir Ballon d’Or valið fyrr á árinu.
Ancelotti þurfti að svara fyrir þennan orðróm eftir endalaust tal í spænskum miðlum um að Benzema væri ekki að spila svo hann gæti verið klár fyrir HM.
Ítalinn þvertekur fyrir þann orðróm og segir að Benzema hafi reynt að spila síðustu leiki liðsins.
,,Hann reyndi að spila en hann gat það ekki vegna óþæginda. Þetta eru ekki alvarleg meiðsli en hann vildi vera til staðar en það var ekki hægt,“ sagði Ancelotti.