Belgía hefur tilkynnt 26 manna hóp sinn fyrir Heimsmeistaramótið í Katar.
Mótið hefst eftir tíu daga og eru Belgar í riðli með Kanada, Marokkó og Króatíu.
Þekkt nöfn á borð við Kevin De Bruyne, Thibaut Courtois, Eden Hazard og Romelu Lukaku eru í hópnum.
Þar eru þó ekki menn eins og Divock Origi og Albert Sambi Lokonga.