Árið 2013 tók The Independent sig til og spáði fyrir um það hvað leikmenn mynduðu byrjunarlið enska landsliðsins á Heimsmeistaramótinu 2022.
Óhætt er að segja að spáin hafi ekki ræst. Luke Shaw er eini leikmaðurinn sem er í HM hópi Englendinga fyrir mótið í Katar.
Sjá einnig:
Gareth Southgate velur hópinn – Öflugir leikmenn sitja eftir
Í spánni var Gary Neville landsliðsþjálfari, en hann er sparkspekingur á Sky Sports í dag.
Byrjunarlið Englands á HM 2022, miðað við spána 2013
Jack Butland (Crystal Palace)
Chris Smalling (Roma)
Phil Jones (Man United)
Nathaniel Chalobah
Luke Shaw (Man United)
Jordon Ibe (Án félags)
Ross Barkley (Nice)
Jack Wilshere (Hættur)
Wilfried Zaha (Crystal Palace)
Daniel Sturridge (Perth Glory)
Chuba Akpom (Middlesbrough)