Reiði ríkir á meðal hluta stuðningsmanna Arsenal yfir verði á steikarloku á Emirates-vellinum, heimavelli félagsins.
Völlurinn er einn sá dýrasti á Englandi en nú finnst sumum verður komið út fyrir öll velsæmismörk.
Steikarloka á vellinum, með frönskum og bjór, kostar 28 pund. Það gera tæpar fimm þúsund krónur.
Áhorfandi birti mynd af máltíðinni, sem er þó nokkuð girnileg. Þegar fólk komst að því hvað hún kostaði voru viðbrögðin þó heldur neikvæð.
„Þetta væri allt í lagi ef þetta kostaði ekki vinstra nýrað,“ skrifaði einn netverji.
Dæmi hver fyrir sig. Hér að neðan má sjá mynd af steikarlokunni.
@FootyScran steak sandwich at Arsenal. What do we think? pic.twitter.com/gnd4azocJB
— Nick Thorpe (@nickthorpe888) November 5, 2022