Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur tilkynnt 26 manna hóp sinn sem fer á Heimsmeistaramótið í Katar.
James Maddison, Ben White, Conor Gallagher og Callum Wilson eru á meðal leikmanna sem fara með.
Menn eins og Ivan Toney, Tammy Abraham, Jarrod Bowen og Fikayo Tomori þurfa að sætta sig við að sitja eftir heima.
Your #ThreeLions squad for the @FIFAWorldCup! 🦁 pic.twitter.com/z6gVkRTlT3
— England (@England) November 10, 2022
HM í Katar hefst þann 20. nóvember. Englendingar eru í riðli með Íran, Wales og Bandaríkjunum.
England spilar sinn fyrsta leik gegn Íran þann 21. nóvember.