Það verður ekki tækifæri fyrir leikmenn Wales og þá sérstaklega Gareth Bale að spila golf á HM í Katar.
Bale er mikill golf áhugamaður og sinnir því áhugamáli reglulega þegar hann þarf ekki að einbeita sér að fótbolta.
Rob Page, landsliðsþjálfari Walesl, hefur þó staðfest það að leikmenn Wales muni ekki spila golf í Katar og verður einbeitingin algjörlega að fótbolta.
,,Það er ekkert golf, við verðum þarna til að sinna okkar verkefni,“ sagði Page í samtali við blaðamenn.
,,Ég hef fengið Gareth, Kieffer Moore eða Aaron Ramsey í andlitið á mér þar sem þeir spyrja um plan morgundagsins og hvort það séu fundir.“
,,Ég svaraði að það væru engir fundir framundan og ef þeir vildu taka níu holur þá endilega geriði það.“