Graham Potter, stjóri Chelsea, virkaði í raun hæstánægður í gær eftir tap gegn Manchester City í deildabikarnum.
Potter var mjög ánægður með frammistöðu Chelsea á Etihad vellinum í Manchester en liðið er úr leik eftir 2-0 tap.
Þessi ummæli Potter hafa vakið töluverða athygli og eru ekki allir sammála því að Chelsea hafi spilað svo vel í viðureigninni.
Potter var sáttur með framlag sinna mann í tapinu en Chelsea var alls ekki sannfærandi í þessum leik.
,,Augljóslega þá erum við vonsviknir með úrslitin en þegar kemur að frammistöðunni þá sköpuðum við nokkur góð færi og skipulagið var betra,“ sagði Potter.
,,Liðið var nær því að vera það lið sem við viljum að það sé. Strákarnir voru svo hugrakkir og þeir voru að spila gegn toppliði.“
,,Markvörðurinn þeirra var maður leiksins sem segir söguna. Heilt yfir var þetta skref fram á við fyrir okkur.“