fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
433Sport

Áhrifafólk í þjóðfélaginu tekst á um hitamálið: Mundu að frysta – „Vælið er komið út fyrir velsæmismörk“

433
Fimmtudaginn 10. nóvember 2022 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spjótin hafa svo sannarlega staðið að forystu Knattspyrnusambands Íslands síðustu daga. Sambandið hefur fengið mikla gagnrýni fyrir að spila vináttulandsleik gegn Sádí Arabíu. Sambandið samþykkti leikinn gegn því að fá væna summu greidda frá Sádum. Mannréttindabrot þar í landi eru af ýmsum toga og þykir mörgum það óeðlilegt að Ísland taki leik við slíka þjóð.

Eftir leikinn á sunnudag fékk Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði liðsins treyju frá búningastjóra liðsins fyrir að spila sinn 100 landsleik. Birkir Bjarnason og Birkir Már Sævarsson fengu samskonar treyju á síðasta ári þegar þeir klukkuðu 100 leikina. Slík hefð hefur ekki skapast í kvennalandsliðinu og við það eru nokkrar landsliðskonur ósáttar. Dagný Brynjarsdóttir steig fram fyrir skjöldu og lét sambandið heyra það. Hún og Glódís Perla Viggósdóttir hafa ekki fengið treyju fyrir 100 landsleiki.

KSÍ útskýrði mál sitt og sagði þetta hefði sem búningastjóri karlaliðsins hefði sett af stað.

Þorgrímur Þráinsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu og fyrrum starfsmaður í kringum A-landslið karla, tók upp hanskann fyrir starfsfólk KSÍ sem hefur legið undir orrahríð síðustu daga. Hann spurði sig að því hvort landsliðsfólk hafði þakkað fyrir sig og þau tækifæri sem KSÍ hefði gefið þeim.

Meira:
Þorgrímur skerst í leikinn: Þakkar landsliðsfólk fyrir 300 þúsund krónur? – „Starfsmenn líða fyrir álagið og ásakanirnar“

Pistill Þorgríms vakti verulega athygli og margt áhrifafólk úr íslensku samfélagi hefur þar lagt orð í belg. „Þakka leikmenn sem fá greitt fyrir að taka þátt í leikjum + bónusa þeim sjálfboðaliðum sem vinna fyrir þá og gera Íslandi kleift að halda út öflugu starfi KSÍ og hjá félagsliðum þessa lands! Stundum er ágætt að líta í eigin barm áður en rokið er á samfélagsmiðla,“ skrifar Edvard Börkur Edvardsson formaður knattspyrnudeildar Vals um málið.

Ragnhildur Skúladóttir sem lengi hefur starfað innan hreyfingarinnar tekur í svipaðan streng. „Virkilega vel skrifaður pistill. Það er löngu orðið tímabært að horfa á það sem vel er gert og lyfta því upp í stað þess að reyna síendurtekið að rífa niður? Það eru langflestir stöðugt að reyna að gera sitt besta, þó að lengi megi gott bæta,“ segir Ragnhildur.

Heimir Karlsson
©Torg ehf / Stefán Karlsson

Vælið er komið út fyrir velsæmismörk:

Sturlaugur Haraldsson sem átti glæstan feril með ÍA og lék fyrir yngri landslið Íslands segir nóg komið af væli. „Einmitt það sem ég hugsaði í morgun félagi. Þetta er vel skrifað hjá þér. Vælið er komið út fyrir velsæmismörk. Ég veit ekki til þess að leikmenn séu í “vinnu” fyrir KSÍ þó að leikmenn fái ríkulega greitt fyrir að leika fyrir landsliðið. Það eru forréttindi að fá að spila fyrir land og þjóð!,“ skrifar Sturlaugur undir pistil Þorgríms.

Heimir Karlsson fyrrum knattspyrnumaður og útvarpsmaður á Bylgjunni í dag hefur sterka skoðun á málinu. „Ég efast ekki um að þetta er allt satt og rétt Þorgrímur en því verður ekki breytt að KSÍ hefur verið í gegnum tíðina frekar lélegt í því að sýna ,,margföldum“ landsliðsmönnum (körlum og konum) virðingu með einum eða öðrum hætti og það sama á við um félögin. Þetta þekkja gamlir og góðir atvinnumenn vel og hafa samanburðinn (ég er ekki að tala um sjálfan mig enda gat ég ekki neitt ) Þarna beini ég orðum mínum að yfirmönnum innan KSÍ. Sjálfur reyndi ég að færa KSÍ all merkilegt skjal á sínum tíma til varðveislu. Þáverandi frkvstj. tók því vel en ég fann að hann hafði engan áhuga á því. Nokkru seinna hafði starfsmaður KSÍ samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki þetta skjal aftur þar sem verið væri að taka til á skrifstofum KSÍ og skjalið hefði hann fundið í ruslinu!!! Starfsmanninum fannst ekki koma til greina að henda því og taldi að best væri að ég fengi það aftur. Þetta segir meira en mörg orð. Reyndar gerðist þetta fyrir um 10-15 árum. Vonandi hefur þetta lagast síðan,“ skrifar Heimir.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ / ©Anton Brink 2021

Vanda Svarar Heimi:

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ skerst í leikinn og svarar orðum Heimis um stöðu mála. „Heimir Karls Það er einmitt þetta sem við viljum laga. Vorum byrjuð að hugsa þetta sl. vor og stefnum á að klára áður en árið er liðið. Hugmynd mín er að fá fyrrum leikmenn til að aðstoða okkur við að búa til reglur í kringum þetta, því núna eru þær ekki til. Þá er ég að tala um hvernig við viljum kveðja og þakka fyrir. Ívar Ingimarsson hefur rætt þetta heilmikið við mig og við tvö „gamla“ landsliðsfólkið og fleiri hjá KSÍ erum algjörlega á því að í þessum málum má taka til hendinni,“ segir Vanda.

Eggert stendur með tengdadóttur sinni:

Eggert Kristófersson fyrrum forstjóri í Festi tekur upp hanskann fyrir landsliðskonurnar en hann er tengdafaðir Glódísar sem leikur með FC Bayern. „Takk fyrir þitt framlag til fótboltans – en ég stend með Glódísi Perlu alla leið og KSÍ þarf að setja sér verkferla í þessu sem öðru sem að starfi í kringum liðin og leikmenn,“ segir Eggert.

Þorgrímur segist svo sannarlega styðja Glódísi. „Ég stend líka með Glódísi Perlu og öllu því frábæra afreksfólki sem stendur í stafni fyrir okkur og eru bestu fyrirmyndir barna okkar. Já, það þarf skýra verkferli hjá KSÍ og annars staðar.“

Heimir Hallgrímsson tók til máls:

Besti landsliðsþjálfari í sögu Íslands, Heimir Hallgrímsson skrifar undir færslu Þorgríms en þeir félagar unnu saman í mörg ár hjá landsliðinu. „Segi það aftur og áfram. “Ég ætla að verða eins og þú þegar ég verð stór.” PS. Mundu að frysta. Heimurinn þarf á fleiri Toggum að halda,“ segir landsliðsþjálfari Jamaíka

Ljósmynd: DV/Hanna
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“
433Sport
Í gær

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti
433Sport
Í gær

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar
433Sport
Í gær

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið
433Sport
Í gær

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir