Tveir leikmenn úr Evrópuboltanum eru orðaðir við Newcastle í dag.
Samkvæmt Mundo Deportivo hefur enska félagið mikinn áhuga á að fá Yannick Carrasco frá Atletico Madrid.
Atletico er er tilbúið að leyfa þessum 29 ára gamla kantmanni að fara fyrir rétt verð. Félagið þarf að brúa bilið í bankabókum sínum eftir að hafa hafnað í neðsta sæti síns riðils í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð.
Þá hefur Newcastle áhuga á að fá Nabil Fekir frá Real Betis, ef marka má frétt Calcio Mercato.
Það gæti reynst öllu erfiðara að fá hann. Frakinn er einn 29 ára gamall en samningur hans rennur ekki út fyrr en sumarið 2026.
Newcastle gæti þurft að greiða allt að 50 milljónir evra fyrir þjónustu Fekir, vilji félagið fá leikmanninn í sínar raðir.